page

bakgrunnur

Í heilu lagi
Markþjálfun fyrir ungt fólk

Í heilu lagi

Unnur og Arnór

Einlægni – Möguleikar – Framtíðin

Í heilu lagi er markþjálfunarverkefni fyrir ungt fólk þar sem aðferðum markþjálfunar er beitt til að leysa úr læðingi innbyggða möguleika einstaklingsins. Verkefnið er hugarsmíð Unnar Maríu Birgisdóttur og Arnórs Más Mássonar sem bæði eru reyndir markþjálfar. Leiðarljós þeirra er félags- og stefnumótun sem er unnin í nánu samstarfi við ungt fólk.

Hvernig náum við árangri?

Markþjálfun er aðferð sem stuðlar að skilvirkum árangri í félagsmótun einstaklings eða hóps. Þar er reynslan góður kennari – að læra með því að upplifa og gera. Markþjálfi segir engum til verka eða predikar um muninn á réttu og röngu. Markþjálfi stendur fyrir heilindi og stuðlar að heilindum. Í markþjálfun er unnið með einstaklingum á jafningjagrundvelli. Ungmennin velja sjálf þau viðfangsefni sem þau vilja taka fyrir og þá stefnu sem þau vilja taka. Markþjálfi er styðjandi og fagnar smáum sem stórum sigrum. Ungmennin nýta styrkleika sína til að ná markmiðum sínum, en leiðina að settum markmiðum finna þau með því að læra af eigin reynslu, virkni og áhuga! Það er mikilvægt að sú hegðun sem á að breyta skili jákvæðum árangri fljótlega eftir að markþjálfun er hafin og mæti jákvæðum viðbrögðum annarra.

Námskeið fyrir nemendur

Hæfnisþáttum í markþjálfun er beitt til ýta undir og kalla fram styrkleika og áhugahvöt nemenda. Áhersla er lögð á félags- og stefnumótun.

Markmið námskeiða okkar er að efla samskiptafærni og félagsfærni nemenda. Áhersla er lögð á að efla innsýn þeirra í tilfinningar, hugsun og hegðun. Einnig að nemendur verði meðvitaðri um styrkleika sína, læri að setja sér markmið og öðlist skýrari framtíðarsýn.

Tilgangur námskeiða okkar er að ungt fólk bæti sjálfsmynd sína og sjálfstraust þannig að skólaganga verði innihaldsríkari og að leiðin til framtíðar verði greiðari.

Um Okkur

Arnór

Arnór Már Másson er stofnandi og eigandi AM Markþjálfunar slf. Hann er markþjálfi með alþjóðlega ACC-vottun frá ICF og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, HÍ og NMÍ. Hann er leiðbeinandi í markþjálfunarnámi hjá Evolvia ehf og hefur mikla reynslu í markþjálfun einstaklinga og hópa. Arnór hefur Certified DISC Trainer-vottun frá Persolog til að greina persónuleikaþætti og stundar sálfræðinám í Háskóla Íslands.

Arnór er einn af höfundum bókarinnar Markþjálfun: Vilji, vit og vissa sem kom út í maí 2013 og er fyrsta bókin sem gefin hefur verið út um aðferðina á íslensku.

 

Unnu María

Unnur María Birgisdóttir er markþjálfi með Professional Bachelor í Lifestyle Coaching & Health Management frá Metropolitan University College í Kaupmannahöfn, þar sem hún bjó um fimm ára skeið ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún leggur nú stund á meistaranám í Coaching Psychology (Þjálfunarsálfræði) við University of East London. Unnur hefur unnið sjálfstætt innan markþjálfunar síðustu ár bæði hérlendis og erlendis.

Þrátt fyrir ákveðna sérhæfingu á sviði heilsutengdrar markþjálfunar spannar kunnátta og reynsla Unnar breiðara svið. Hún leggur mikla áherslu á djúpstæða þekkingu á þeim fræðum sem markþjálfun byggir á með það að leiðarljósi að styðja einstaklinga og hópa í að ná árangri og láta drauma sína rætast.

Markþjálfun

Markþjálfun er samvinna!

Markþjálfun er marksækið, árangursmiðað og kerfisbundið ferli þar sem markþjálfi auðveldar öðrum einstaklingi eða hópi að öðlast varanlega breytingu með því að hlúa að sjálfmiðuðu námi og persónulegum vexti þess sem er í þjálfun. Markþjálfun er viðvarandi samband sem miðar að því að marksækjandi taki skref sem gera framtíðarsýn, markmið og óskir að veruleika.

Markþjálfi notar ferli spurninga og persónulegra uppgötvana til að efla vitund og ábyrgð marksækjandans. Hann veitir honum jafnframt stuðning og endurgjöf. Markþjálfunarferlið aðstoðar marksækjandanum við að skilgreina og ná faglegum og persónulegum markmiðum hraðar og auðveldar en annars væri mögulegt.

Hafa samband

Við hvetjum þig til að setja þig í samband við okkur ef þig langar að vita meira um markþjálfun fyrir ungmenni og alla þá möguleika sem til boða standa fyrir einstaklinga jafnt sem hópa. Skráning á markþjálfunarnámskeið, fyrirspurnir um fyrirlestra og kynningar, ásamt nánari upplýsingum um markþjálfun fyrir ungt fólk má nálgast hér:

iheilulagi@iheilulagi.is

Arnór Már: 897-4405 / arnor@iheilulagi.is

Unnur María: 779-7449 / unnur@iheilulagi.is

Nafn (*)

Netfang (*)

Fyrirspurn